10.8.2020 Skólabyrjun haust 2020

Kæru nemendur og aðstandendur.

Skólabyrjun nálgast óðfluga og örugglega margir orðnir spenntir fyrir því að byrja í skólanum. Við vinnum hörðum höndum að því að skipuleggja starfið framundan. Því miður er það svo að talsverð óvissa er enn um hvernig skólastarfi verður háttað á haustönn. Þó er víst að skólinn verður settur í ágúst og við munum nýta allar leiðir til að þjónusta nemendur á sem bestan hátt miðað við aðstæður.

Eins og staðan er í dag eru mestar líkur á að talsverður hluti náms verði í fjarnámi en höfum samt hugfast að þetta getur breyst með tiltölulega stuttum fyrirvara. Nýnemar verða boðaðir í skólann og farið verður yfir námið framundan með þeim. Eins er líklegt að list- og verknám og sérnámsbraut muni starfa á eðlilegan hátt.

Að lokum bið ég nemendur og aðstandendur þeirra að fylgjast vel með tölvupósti. Skólinn mun senda frekari upplýsingar þegar við höfum ákveðið hvernig fyrirkomulagið verður í byrjun annar.

B.kv.
Kristinn Þorsteinsson
skólameistari
e-mail: kristinn@fg.is