23.10.2020 Skilaboð frá skólameistara

Kæru nemendur og foreldrar

Nú líður að annarlokum. Aðeins er ein vika eftir af kennslu. Mjög er mismunandi hvernig próf og námsmat verður í áföngum. Bæði vegna eðli áfanga og vegna ástandsins. Próftöflu skólans má sjá hér. Ef þið eruð í vafa hvernig námsmati er háttað í einhverjum áfanga bendi ég ykkur eindregið á að hafa samband við kennara áfangans.

Nú á  vali að vera lokið fyrir næstu önn. Val er frumforsenda þess að gert sé ráð fyrir ykkur á næstu önn. Ef þið hafið ekki þegar valið bendi ég ykkur á að hafa umsvifalaust samband við umsjónarkennara eða náms- og starfsráðgjafa. Greiðsluseðill vegna næstu annar birtist í heimabanka næsta miðvikudag. Ef nemendur hafa ekki valið fyrir næstu önn fá þeir engan greiðsluseðil.

Kennslumat hefst á miðnætti og stendur til miðnættis 1. nóvember. Við hvetjum nemendur til að taka þátt í kennslumatinu og vera heiðarleg og sanngjörn í svörum.

Þessi önn var óvenjuleg en nú erum kannski komin í það ástand að hið óvenjulega verður venjulegt. Allavega er það svo að nemendur og kennarar hafa sýnt mikla þrautseigju á þessum tímum. Við hófum önnina með bóknám að einum þriðja í staðnámi en þurftum svo að bakka með og flytja það alfarið í fjarnám. Sem betur fer höfum við haft listnám að mestu í húsi og sérnámsbraut sömuleiðis talsvert í staðnámi. Á þessari stundu vitum við ekki hvernig næsta önn fer af stað. Við vonumst eftir meira staðnámi en munum láta ykkur vita um leið og hægt er. Hvernig sem fer þá munum við halda úti kennslu og vonumst eftir sömu aðlögunarhæfni nemenda og hingað til. Munum að það styttir alltaf upp að lygnir

B.kv.
Kristinn Þorsteinsson skólameistari
e-mail: kristinn@fg.is