Listnámsbraut - Myndlistasvið

Markmið brautarinnar er að nemendur öðlist góða grunnmenntun á sviði lista með áherslu á þrjú svið, fata- og textílhönnun, leiklist og myndlist. Stúdentspróf af brautinni veitir bæði markvissan undirbúning til frekara náms í listgreinum í sérskólum eða skólum á háskólastigi auk þess sem það veitir nemendum góðan grunn undir hverslags nám og störf.

Námsmat?
Námsmat er fjölbreytt og felst meðal annars í ritgerðum og ýmsum verkefnum, prófum, jafningjamati og sjálfsmati.

Reglur um námsframvindu?
Nemandi þarf að ljúka 202 einingum til að ljúka stúdentsprófi. Námstíminn er að meðaltali 8-10 annir. Lágmarkseinkunn er 5,0 í öllum áföngum.

Hæfniviðmið
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • takast á við listnám á háskólastigi.
  • hagnýta sér sérhæfða þekkingu, leikni, aðferðir og verkkunnáttu í þeim listgreinum sem hann hefur valið sér.
  • tjá listrænar niðurstöður og miðla þekkingu um eigin verk eða túlkun á skýran, gagnrýninn og skapandi hátt.
  • sýna frumkvæði og skapandi nálgun í listgrein sinni og nota fjölbreyttar aðferðir við útfærslu og túlkun.
  • afla sér upplýsinga og þekkingar á skipulagðan og gagnrýninn hátt.
  • setja þekkingu á sínu fagsviði í samfélagslegt og alþjóðlegt samhengi.
  • sýna frumkvæði og hugmyndaauðgi í útfærslu og flutningi eigin hugverka eða túlkunar.
  • taka þátt í menningu samfélagsins og gera sér grein fyrir fagurfræðilegu, siðferðilegu og samfélagslegu hlutverki listamannsins.
  • kynna verkefni sín og fjalla um listgrein sína, sköpun og túlkun og staðsetja í menningarlegu og listsögulegu samhengi.
  • meta listrænan styrk sinn og koma auga á hagnýtingu menntunar sinnar.
  • greina, tjá sig um og meta eigin verk og túlkun og annarra af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi.
  • setja upp sýningu eða listviðburð með eigin verkum og annarra.

 

KJARNI BRAUTAR
 NÁMSGREIN      EIN.
 Íslenska undirbúnings áf.  ÍSLE  1ua05 1ub05  
 Íslenska  ÍSLE  2mg05 2es05  3sn05 3na05                        20
 Enska undirbúnings áf.  ENSK  1ua05 1ub05  
 Enska  ENSK  2ms05 2kk05 3hr05        15
 Danska undirbúnings áf.  DANS  1gr05 1fr05  
 Danska  DANS  2lo05 2so03   8
 Stærðfræði undirbúnings áf.  STÆR  1ua05 1hs05  
 Stærðfræði  STÆR  2ts05
  5
 Raungreinar 
 Val 1 af 3
 JARР
 LÍFF 
 UMHV
 2jí05 
 1gá05 
 1me05
  5
 Fjármálalæsi  FJÁR  2fl05   5
 Saga  SAGA  2ms05    5
 Félagsvísindi  FÉLV  1if05   5
 Heimspeki  HEIM  2hh05   5
 Teikning   TEIK  1gr05 2tg05   10
 Litafræði  LITA  1lt05   5
 Hugmyndavinna  HUGM  1hu05    5
 Módelteikning  MÓDE  2te05   5
 Myndbygging  MYND  3mf05    5
 Ljósmyndun  LJÓS  2gr05   5
 Ferilmappa  FEMY  3tv05    5
 Málverk  MÁLV  2gr05 3ao05   10
 Skúlptúr  SKÚL  2gr05 3þv05   10
 Lokaverkefni  MYNDL  3lo05   5
 Listasaga  LIST  2fb05 2na05 3sa05   15
 Menning  MENN  2so05 3sa05   10
 Lífsleikni  LÍFS  1sl03 1ns01   4
 Lýðheilsa  LÝÐH  1hl02   2
 Íþróttir  ÍÞRÓ  1hr1,5  xx1,5 xx1,5 xx1,5 xx1,5 xx1,5   9
 Einingafjöldi       178

 

KJÖRSVIÐ
 NÁMSGREIN                                                                                                                              EIN.
 Kjörsvið er 15 eininga val með það að markmiði að nemandinn dýpki þekkingu sína. Af þessum 15 einingum þurfa að   minnsta kosti 5 einingar að vera á þriðja þrepi.
 Nemandinn getur farið eftirfarandi leiðir:
  1. Hægt er að taka 15 einingar í sömu námsgrein.
    Dæmi: FJÖL2AJ05-FJÖL3BL05- -FJÖL3KL05
  2. Hægt er að taka 5, 10 eða 15 einingar sem framhald af áfanga/áföngum sem nemandinn hefur tekið í kjarna brautar.
    Dæmi: ENSK3HR05 (kjarni brautar)-ENSK3US05 (kjörsvið)-ENSK3YL05 (kjörsvið). 
    Dæmi:DANS3SO05-ÍSLE3BB05-      SAGA3SS05
  3. Áfangar í viðskiptagreinum, listgreinum og íþrótta-og heilsugreinum (ekki almennir íþróttaáfangar), þurfa ekki að vera í sömu námsgrein aðeins innan sama sviðs
    Dæmi: MARK2AM05-STJR2ST05-FRUM3FR05
    Dæmi: TEIK1GR05-LITA1LT05-LIST2FB05.
    Dæmi: ÍÞRF2ÞJ05-HBFR2HE05-NÆRI2nF05
  4. Undantekning frá reglunni um áfanga á þriðja þrepi er ef teknir eru áfangar í þriðja/fjórða tungumáli, í list-og verkgreinum, viðskiptagreinum eða íþrótta- og heilsugreinum.
  5. Ekki má nota undirbúningsáfanga á kjörsviði.
  6. Alla áfanga á þriðja þrepi má setja í kjörsvið ef nemandi hefur lokið undanförum.
 
 Einingafjöldi       15

 

FRJÁLST VAL
 NÁMSGREIN                                                                                                                                 EIN.
 Frjálst val eru 9 einingar að eigin vali.
 Einingafjöldi      9