Staðfesting á veikindum

Reglur um veikindi og veikindatilkynningar

Veikindi, samfellt í tvo daga eða skemur, lækka  skólasóknarprósentu nemenda.
  
Veikindi skal tilkynna fyrir kl. 11 í Innu hvern veikindadag og staðfesta skriflega ef um veikindi lengur en tvo daga er að ræða.
Staðfestingin skal undirrituð af forráðamanni eða lækni ef neminn býr enn í foreldrahúsum – og gildir þá einu þótt hann sé orðinn 18 ára. Ef það gengur ekki þarf annan fullorðinn einstakling til að votta veikindin. Skila skal staðfestingu innan þriggja daga frá því að veikindum lýkur. Eyðublað til staðfestingar veikindum fæst á skrifstofu og heimasíðu skólans.

Veikindi á námsmatsdag
Tilkynna þarf veikindin samdægurs símleiðis og skila staðfestingu frá forráðamanni innan þriggja daga. 

Veikindi í lokaprófi:
Tilkynna þarf veikindin samdægurs símleiðis og skila staðfestingu frá forráðamanni í sjúkraprófi. 


Nemendur geta sótt um  niðurfellingu veikinda í síðustu kennsluviku annar þannig að skólasókn þeirra verði endurskoðuð með tilliti til skráðra veikinda og eða læknisheimsókna. Þetta er eingöngu gert ef skólasókn nemanda er að öðru leyti óaðfinnaleg.

              
 Endurskoðað og breytingar samþykktar í skólaráði 15.03. 2023.

 

Langtímavottorð

Nemendur sem stríða við langvinn veikindi þurfa að skila læknisvottorði á hverju skólaári. Tekið er sérstakt tillit til þrálátra veikinda.

Sömu reglur um tilkynningar vegna veikinda gilda fyrir nemendur með langtímavottorð þ.e. tilkynna þarf daglega með skráningu í INNU fyrir kl. 11:00 og taka fram að viðkomandi sé með langtímavottorð í athugasemdum.

Skráningin kemur sem W í INNU.

Langtímavottorð gildir eingöngu fyrir þann sjúkdóm sem það er gefið út fyrir. Önnur veikindi eru tilkynnt sem slík (t.d. flensa).

Ef nemandi þarf að fara heim úr skóla á miðjum degi skal hann koma við á skrifstofu og skrá veikindi á sérstöku eyðublaði. Ef nemandi hefur ekki tök á því þarf hann að gera það sem fyrst. Ekki verður tekið við skráningum eldri en 3ja daga.


Endurnýja þarf  langtímavottorð á hverju skólaári.


Endurskoðað og samþykkt í skólaráði 5.01.2022.

Eyðublað fyrir veikindatilkynningar

Langtímavottorð - staðfesting á veikindum