Prófreglur

  1. Nemendur hafi persónuskilríki með sér í öll próf og láti þau liggja á borðinu meðan á próftöku stendur.

  2. Nemendur séu ekki í yfirhöfnum inni í stofu, heldur skilji þær eftir á ákveðnum stað sem kennari í yfirsetu bendir á.

  3. Nemendur leggi strax í upphafi á borð sitt þau áhöld sem þeir þurfa á að halda í prófinu. Allt annað, s.s. pennaveski og annað dót, skal geymt annars staðar. 
    Farsímar, ipod og önnur tæki sem ekki eru tilgreind sem leyfileg hjálpargögn eru bönnuð.


  4. Próftími er að jafnaði 1 ½  klst. Nemandi sem kemur of seint til prófs fær ekki framlengdan próftíma heldur skerðist próftími hans sem töfinni nemur. Ekki er heimilt að skila úrlausnum fyrr en próftími er hálfnaður en eftir þann tíma fær enginn að hefja prófið. Þeir nemendur sem þess þurfa geta fengið ½ klst. viðbótartíma.

  5. Ef nemandi þarf nauðsynlega að fara á salerni meðan á prófi stendur þarf að kalla til kennara. Slíkt getur tekið einhvern tíma. Nemendur eru því beðnir um að takmarka mjög salernisferðir.

  6. Kennarar áfangans sem prófað er úr koma tvisvar í hverja stofu. Nemendum er ekki heimilt að kalla sérstaklega til kennara.

  7. Tekið er við vottorðum vegna veikinda áður en sjúkrapróf hefjast. Nemendur eru vinsamlegast beðnir um að skila þeim á skrifstofu skólans. Nemendur sem ekki skila vottorðum vegna veikinda fá ekki einkunn í viðkomandi grein fyrr en vottorðið er komið til áfangastjóra/prófstjóra.

   

Haustönn 2012.
Endurskoðað og samþykkt í skólaráði 15.01.2013.