Prófreglur

  1. Nemendur skulu mæta stundvíslega í próf og kynna sér á auglýsingatöflu í anddyri skólans í hvaða stofu þeir eiga að taka prófið.
  2. Próftími er 90 mínútur. Nemendur hafa heimild til þess að sitja aukalega 30 mínútur í hverju prófi. Nemandi sem kemur of seint til prófs fær ekki framlengdan próftíma. Ekki er heimilt að skila úrlausnum fyrr en próftími er hálfnaður og eftir þann tíma fær enginn að hefja prófið.
  3. Nemendur eiga að hafa persónuskilríki með mynd með sér í öll próf og láta þau liggja á borðinu meðan á próftöku stendur.
  4. Nemendur eiga að leggja strax í upphafi á borð sitt þau áhöld sem þeir þurfa á að halda í prófinu. Allt annað m.a. pennaveski og annað dót skal geymt annars staðar.
  5. Farsímar og önnur snjalltæki sem ekki eru tilgreind sem leyfileg hjálpargögn eru bönnuð.
  6. Kennarar áfangans sem prófað er úr koma a.m.k. tvisvar í hverja stofu. Nemendum er ekki heimilt að kalla sérstaklega til kennara.
  7. Verði nemandi uppvís að svindli í prófi verður honum tafarlaust vísað úr prófi og telst nemandinn fallinn í áfanganum.

 

Færsla á lokaprófum í próftöflu:
Nemendur með tvö eða fleiri próf á sama degi geta fært próf á sjúkraprófstíma (sjá á próftöflu). Tilkynningar um það þurfa að hafa borist skrifstofu fyrir auglýstan tíma. Sé það gert seinna þarf að greiða 2.200 krónur. Fyrir annan prófaflutning þarf að greiða 2.200 krónur. 

Lokaeinkunnir:
Þegar lokaeinkunnir hafa verið birtar í lok annar er auglýstur tími þar sem nemendum gefst kostur á að skoða prófúrlausnir sínar og/eða fá frekari útskýringar á námsmati hjá kennara. 

 

Endurskoðað og samþykkt í skólaráði  5.01. 2022.