Fréttir & viðburðir

Fréttir & tilkynningar

22.11.2020

Brautskráning í FG - Blær fékk samfélagsverðlaunin

Brautskráning af haustönn 2020 var haldin í Fjölbautaskólanum í Garðabæ laugardaginn 21.nóvember síðastliðinn. Að þessu sinni voru 30 nemendur brautskráðir, flestir af viðskipta og listnámsbrautum. Þessi brautskráning var mjög óvenjuleg, þar sem einungis stúdentarnir og örfáir úr starfsliði skólans voru viðstaddir. Það er að sjálfsögðu vegna þess óskemmtilega fyrirbæris er ber heitið ,,kórónaveiran“. En allri athöfninni var streymt á netinu og þar gátu vandamenn og vinir fylgst með. Að venju voru veitt ýmisleg verðlaun, bæði fyrir námsárangur og skólasókn, en samfélagsverðlaun FG að þessu sinni hlaut Blær Hinriksson. Þessi verðlaun eru veitt þeim nemendum sem skara fram úr í samskiptum við bæði nemendur, kennara og aðra sem vinna í skólanum. Flutt var tónlist, ræður haldnar og að lokum kvöddu svo stúdentarnir FG með húfur á kolli og fóru út í fremur kaldan, en stilltan nóvemberdaginn, til að hitta fjölskyldur og ættingja. FG óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Á næstunni

Yfirlit viðburða