Skólastarf í byrjun haustannar 2020

Framan af önn mun allt skólastarf litast af sóttvörnum. Grunnstoðir þess starfs eru eftirfarandi:

 • Takmarka smitleiðir og samneyti meðal nemenda og starfsmanna.
 • Veikir nemendur og starfsmenn koma ekki í skólann.
 • Viðhafa gott hreinlæti og sóttvarnir.

Í gildi eru eins metra fjarlægðarmörk milli allra innan skólans. Ef þarf að fara nær skal nota grímu og leggur skólinn til þær grímur. Eins leggur skólinn til hanska ef þörf er á þeim.

Öllum er heimilt að nota grímur hvenær sem er sem og hanska. Skólinn leggur ekki til grímur eða hanska til almennrar notkunar.

Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu mánudaginn 24. ágúst kl. 8:10

 • Kennslan verður sambland af fjarnámi og dagskóla, nema í listnámi og þeim áföngum sem eru fáir nemendur (færri en 20). Í listnámi verður að mestu full staðkennsla samkvæmt stundatöflu, í einhverjum tilfellum gætu tímar færst í fjarnám og þá koma upplýsingar um það frá kennara.
 • Kennt verður eftir stundatöflu eins og hún er í Innu. Mæting er skráð í öllum tímum. Gert er ráð fyrir að nemendur séu með tölvu eða sambærileg snjalltæki í skólanum.
 • Í fjölmennari áföngum verður hópunum skipt í tvennt og mætir annar hópurinn í fyrri 120 mínútna tímann í stokknum og hinn hópurinn í seinni 120 mínútna tímann í stokknum. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag mun koma frá hverjum  kennara fyrir sig. 80 mínútna tíminn sem hefst klukkan 11:15 (nema á föstudögum kl. 13:10) verður kenndur í fjarkennslu nema í listnámi og einstaka fámennum áfanga.
 • ·        Aðalatriðið er að upplýsingar koma frá hverjum kennara fyrir sig og verða nemendur að fylgjast afar vel með skilaboðum frá kennurum og upplýsingum í Innu. Á svona tímum þurfa nemendur að axla aukna ábyrgð á sínu námi. Eins er mikilvægt að fylgjast með tilkynningum frá skólanum.
 • Mötuneytið verður opið en verður með sér inngangi sem er neyðarútgangurinn í mötuneytinu.
 • Bókasafnið verður opið en notar sér inngang sem er neyðarútgangurinn í bókasafninu.
 • Ef nemendur þurfa að bíða á milli tíma þá geta þeir farið á bókasafnið, farið í mötuneytið eða beðið í þeirri stofu sem þeir voru í síðast.
 • Skólanum verður skipt upp í fimm svæði þar sem hvert svæði verður með sér inngangi.  Við hvern inngang eru sóttvarnir aðgengilegar og skulu allir nota þær sem koma inn á nýtt svæði. Öll svæði eru með salerni.
 • Hér má sjá skiptingu skólans í svæði: 1. hæð2. hæð3.hæð.