13.8. 2020 upphaf haustannar 2020

Kæru nemendur og aðstandendur

Nú eru málin aðeins farin að skýrast. Vegna aðstæðna gerum við breytingar á dagatali en þær eru ekki verulegar. Í stað þess að hefja kennslu 20. ágúst verður fyrsti kennsludagur mánudagurinn 24. ágúst.
Nýnemar koma í skólann miðvikudag (19. ágúst), fimmtudag (20. ágúst) og föstudag (21. ágúst).  Mánudaginn 17. ágúst munu þeir fá sendar upplýsingar um hvenær og hvernig mætingu þeirra verður háttað þessa þrjá daga. Foreldrar nýnema verða boðaðir til upplýsingafundar fimmtudaginn 20. ágúst, fundarboð kemur síðar.

Nemendur munu fá sendar upplýsingar frá kennurum sínum í síðasta lagi föstudaginn 21. ágúst og hvetjum við nemendur til að verða sér úti um bækur og gögn áður en kennsla hefst.

Opnað verður fyrir stundatöflur 17. ágúst. Töflubreytingar verða eingöngu á rafrænu formi vegna sóttvarna og er hægt að sækja um breytingar frá þeim tíma sem stundatöflur eru opnar. Farið er í töflubreytingar hægra megin á upphafsíðu Innu. Óskir um töflubreytingar verða afgreiddar eins hratt og hægt er. Ekki er gert ráð fyrir að nýnemar breyti töflum nema í undantekningatilfellum og útskriftarnemendur breyta sínum töflum í samráði við Snjólaugu Elínu Bjarnadóttur aðstoðarskólameistara. Hægt er að sækja um töflubreytingar til og með 21. ágúst.

Að lokum vill skólinn ítreka að farið verður eftir sóttvarnarreglum sem gilda hverju sinni og öryggi nemenda og starfsmanna er haft í fyrirrúmi.

Með FG kveðju,
Kristinn Þorsteinsson skólameistari.