Kæru nemendur og aðstandendur
Nú er fyrsta vikan að mestu liðin. Að flestu leyti hefur hún gengið vel, sér í lagi ef horft er til þeirra aðstæðna sem við búum við. Mig grunar að erfiðast hafi verið fyrir nemendur og foreldra að átta sig á hvenær á að mæta og læra á ólíkar nálganir hjá hverjum kennara. Það verður léttara með hverjum deginum en það er lykilatriði að fylgjast vel með upplýsingum og skilaboðum frá kennurunum.
Eins og þið vitið er skólanum skipt upp í svæði og hefur hvert svæði sér inngang. Það skipulag hefur gengið vel upp. Til þessa hefur veðrið leikið við okkur en það getur breyst hvenær sem er. Nemendur þurfa að hafa í huga að klæða sig samkvæmt veðri og hafa hugfast að þeir þurfa að fara út undir bert loft til að fara á milli svæða. En þó svæðisskiptingin hafi gengið vel mega nemendur gæta betur að fjarlægðarmörkum, sér í lagi í mötuneyti skólans. Það er vont ef við þurfum að loka því vegna þess að fjarlægðarmörk eru ekki virt.
Ef þið eruð í erfiðleikum er um að gera að hafa samband við umsjónarkennara sem geta þá leiðbeint ykkur. Þurfið þið frekari aðstoð er um að gera að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa og/eða stjórnendur skólans. Netföng okkar eru sem hér segir:
Auður Sigurðardóttir náms- og starfsráðgjafi audur@fg.is
Dagný Broddadóttir náms- og starfsráðgjafi dagný@fg.is
Kristinn Þorsteinsson skólameistari kristinn@fg.is
Snjólaug Elín Bjarnadóttir aðstoðarskólameistari snjolaugb@fg.is
Kristín Helga Ólafsdóttir áfangastjóri kho@fg.is
Guðmundur Stefán Gíslason verkefnastjóri gudmundurg@fg.is
Á heimasíðunni er fjöldi upplýsinga www.fg.is og á þessari síðu eru allar upplýsingar varðandi Covid-19 https://www.fg.is/is/moya/page/leidbeiningar-vegna-covid-19.
Það er auðvitað von okkar að við komust sem fyrst í eðlilegt skólastarf en þangað til leggjumst við á eitt og gerum okkar besta.
Góða helgi.