29.11.2020 Skilaboð frá skólameistara

Kæru nemendur og aðstandendur 

Nú er miðönnin komin á fullt. Það eru tvær heilar kennsluvikur til jóla og þrír almennir kennsludagar. Síðasti almenni kennsludagurinn er 16. desember en þá eru eftir tveir námsmatsdagar. Þá daga vinna nemendur upp námsmat sem hefur staðið út af vegna veikinda og/eða tilflutninga á námsmati. Öll próf á námsmatsdögum eru í samráði við kennara. Eins og flest ykkar vita er  skóladagatalið á heimasíðu skólans.   

Þetta skólaár er öðruvísi en flest önnur og nú þegar er það orðið erfiðari viðureignar en síðasta skólaár. Við byrjuðum með listnám í fullu staðnámi innan skólans en annað nám rúmlega þriðjung í skólanum. Í byrjun október fór mest allt bóknám  í fjarnám og er svo enn. Þó eru nokkrir fámennir áfangar í staðnámi og nemendur koma í verklegt í raungreinum og stöku próf innan skólans.  

Þó við viljum auka staðnám þá er það huggun harmi gegn að kennarar og nemendur hafa staðið sig vel á þessum tíma. Námið hefur gengið vonum framar og árangur er ásættanlegur þó ég vilji alls ekki gera lítið úr þeim erfiðleikum sem nemendur glíma við vegna Covid-19. Það er svo annað mál að mikið vantar upp á skólabraginn þetta árið og nemendur fara með öllu á mis við margt það sem er ór júfanlegur hluti þess að vera í framhaldsskóla. Því er afar mikilvægt að nemendur geti sem fyrst lifað eðilegu lífi, hitt samnemendur, sótt skólann og stundað íþróttir.  

Við sóttum um undanþágu til heilbrigðismálaráðuneytisins um að fá að auka staðnámið. Því miður var álitið að það væri ekki tímabært að opna meira fyrir framhaldsskólana á þessu stigi. Auðvitað virðum við niðurstöðuna og hlýtum henni.  

Við verðum með opinn fund fyrir aðstandendur nemenda á fimmtudaginn 3.des. kl. 17:00. Fundurinn fer fram á Zoom og mun skólameistari, aðrir stjórnendur og náms- og starfsráðgjafar sitja fyrir svörum. Fundurinn hefst með stuttri framsögu frá skólameistara en aðstandendur geta sent inn fyrirspurnir í gegnum spjallið á Zoom. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir fyrir fundinn á fg@fg.is. Einnig má senda fyrirspurnir á það netfang á meðan fundurinn stendur yfir.
 

Slóð á fundinn verður send út á fimmtudaginn.  

B.kv.
Kristinn Þorsteinsson
Skólameistari