Skólaþróunardagur (nánar)

Föstudaginn 6. mars er skólaþróunardagur framhaldsskólanna.
Þennan dag munu kennarar og aðrir starfsmenn FG taka þátt í ýmsum námskeiðum og sækja fjölbreytta fyrirlestra.
Ekki er gert ráð fyrir að nemendur mæti í skólann þennan dag heldur nýti tímann og sinni heimanámi/verkefnum í sínum áföngum að heiman.