Skólaþing þann 6.desember

Skólaþing verður í FG 6.desember
Skólaþing verður í FG 6.desember

Það er mikilvægt að raddir nemenda heyrist í skólastarfinu og lýðræði er nokkuð sem mikilvægt er að standa vörð um, kannski sérstaklega á þeim tímum sem við lifum nú. Skólum er einnig uppálagt að kenna lýðræði.

Því verður svokallað ,,Skólaþing“ haldið þriðjudaginn 6. desember kl. 11:15. Skólaþinginu er ætlað að vera vettvangur þar sem nemendur fá tækifæri til að tjá sig um skólann og skólamenninguna.

Síðan er hugmyndin að niðurstöður skólaþingsins verðar hafðar til hliðsjónar við stefnumótun innan skólans. Tökum þátt og verum með! Það er lýðræði.