FG-ingar með í sjúkri ást

Oddur, Viktoría og Anna eru með í herferðinni #sjúkást.is
Oddur, Viktoría og Anna eru með í herferðinni #sjúkást.is

Nemendur úr FG, þau Viktoría Ósk Sverrisdóttir, Anna Bíbí Wium Axelsdóttir, Oddur Helgi Ólafsson, Salka Björnsdóttir og Alex Leó Kristinsson sjást nú í auglýsingaherferð sem tengist vefsíðunni www.sjukast.is en plaköt úr henni hanga nú meðal annars á veggjum skólans. Að auki voru nokkrir nemendur úr FG í aukahlultverkum í herferðinni.

Um er að ræða átak Stígamóta sem hefur það markmið að vekja athygli ungmenna á einkennum óheilbrigðra og ofbeldisfullra sambanda. 

Stígamót eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi.

Að sögn Önnu Bíbí kom þetta samstarf við herferðina ,,sjúkást“ þannig til að þau Oddur og Anna voru í liði FG sem vann leiklistarspunakeppnina Leiktu betur í fyrra.

Þar vöktu þau athygli og voru fengin til að vera með í þessari herferð, sem nú er til dæmis á samfélagsmiðlum, í skólum og félagsmiðstöðvum landsins.