Fjölmiðlafræðinemar á Stöð 2

Nemendum í Fjölmiðlafræði hjá Gunnari Hólmsteini bauðst þann 21.október síðastliðinn það tækifæri að skreppa í heimsókn á Stöð2.

Fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Suðurlandsbraut og þar tók fréttastjóri Stöðvar 2, Visis og Bylgjunnar, Kolbeinn Tumi Daðason, á móti hópnum.

Var heimsóknin afar skemmtileg og áhugaverð og fékk hópurinn meðal annars að sjá atriði úr þættinum Stóra sviðið, sem var frumsýndur daginn eftir.

Þá voru Auddi, Steindi og Gillz að taka upp í einu myndveranna, en rúsinan í pylsuendanum var svo að hitta RAX, Ragnar Axelsson, en hann er einn besti fréttaljósmyndari landsins og vinnur nú hjá Sýn/Stöð2.

Hér má sjá flotta umfjöllun um og með RAX