IMBRA 2020 hefst miðvikudaginn 29.janúar

Umhverfismálin eru aðalmál Imbrudaga 2020 í FG
Umhverfismálin eru aðalmál Imbrudaga 2020 í FG

Imbru-dagar 2020 hefjast formlega miðvikudaginn 29.janúar með fyrirlestri Andra Snæs Magnasonar í Urðarbrunni. Þar á eftir fylgir svo vönduð (og vonandi skemmtileg) dagskrá fyrir nemendur FG. Árshátíð nemenda rekur svo smiðshöggið á Imbruna á fimmtudagskvöldið, þar em Ingó veðurguð hitar upp í fyrirgleði, en Páll Óskar sér svo um aðalgleði kvöldsins á sjálfu ballinu.

Engin kennsla er síðan á föstudaginn og hefst kennsla í FG ekki aftur fyrr en mánudaginn 3.febrúar. Kennslu á miðönn lýkur síðan miðvikudaginn 12.febrúar. Hvetjum nemendur til að skrá sig á viðburði og taka þátt í Imbrunni.