Lið FG komið í sjónvarpskeppni Gettu betur

Lið FG vann Verkmenntaskóla Austurlands í 16-liða úrslitum Gettu betur, sem fram fóru á Rás tvö þann 14.janúar. Lið FG fékk 21 stig gegn 19 stigum VA. Þar með er lið FG komið í sjónvarpskeppni Gettu betur (8-liða úrslit), sem hefst 1.febrúar á RÚV. Áfram FG!