Reimt:Nýtt stykki eftir Karl Ágúst Úlfsson frumsýnt 6.mars

Karl Ágúst Úlfsson höfundur leikritsins og myndir frá æfingum. (Mynd KÁ, FRBL)
Karl Ágúst Úlfsson höfundur leikritsins og myndir frá æfingum. (Mynd KÁ, FRBL)

Það líður að frumsýningu á nýju leikriti hjá Verðandi, leikfélagi FG. Í ár verður íslenskt stykki sýnt og hefjast sýningar 6.mars. Í tilkynningu frá Verðandi segir: ,,Söngleikur ársins heitir Reimt og er frumsaminn söngleikur eftir Karl Ágúst Úlfsson (texti og handrit) og Þorvald Bjarna Þorvaldsson (Todmobile, tónlist). Einnig hefur slegist í lið með okkur dóttir Karls sem heitir Brynhildur Karlsdóttir, en hún sér um dansinn.

Flétta sögunnar er á þann veg að tveir landsfrægir leikarar á eftirlaunum eru plataðir í að kaupa gamalt sveitahótel sem er á síðasta snúningi, í leit að nýjum tækifærum. Það bætir gráu ofan á svart að aldagömul beinagrind án hauskúpu finnst rétt við bæinn." Tugir koma að sýningunni og í leikarahópnum eru yfir 40 nemendur. Karl Ágúst Úlfsson er einn þekktasti gamanleikari Íslands og Þorvaldur er risanafn í íslenskri tónlist, enda heilinn á bakið stórsveitina Todmobile.