Sólveig Dóra byrjaði í FG - fær nú verðlaun

Sólveig Dóra fatahönnuður var nemi í FG
Sólveig Dóra fatahönnuður var nemi í FG

Það er alltaf gaman að segja frá því þegar fyrrum nemendum okkar gengur vel. Það er einmitt raunin með tískuhönnuðinn Sólveigu Dóru Hafsteinsdóttur, sem hóf feril sinn hér í FG í fatahönnun.

Rætt var við hana fyrir skömmu í Dagmálum Morgunblaðsins, en þar segir að Dóra sé ...,,ný­út­skrifuð úr meist­ara­námi í ein­um virt­asta hönn­un­ar­skóla heims, Central Saint Mart­ins í London, og hef­ur út­skrift­ar­lína henn­ar úr skól­an­um hlotið verðskuldaða at­hygli um all­an heim." Sól­veig fékk aðal­verðlaun út­skrift­ar­nema fyr­ir lín­una.  Vel gert! Horfa má á viðtalið hér.