Þórður fór með flottan hóp til Portúgal

Frá ferð FG-nema til Portúgals með Þórði Inga, sem er ávallt viðbúinn.
Frá ferð FG-nema til Portúgals með Þórði Inga, sem er ávallt viðbúinn.

Nemendur frá FG fóru í Erasmus frumkvöðlabúðir í Peso da Régua og Porto, í Portúgal, um miðjan október síðastliðinn, undir leiðsögn Þórðar Inga Guðmundssonar viðskiptafræðikennara.

Þemað var vínrækt og ferðaþjónusta enda státar Douro-dalurinn af endalausum vínökrum og fjölmargir heimamenn hafa af því atvinnu. Alls flutti Portúgal út vín á síðasta ári fyrir um einn milljarð evra, eða um 150 milljarða íslenskra króna.

Eftir þriggja daga heimsóknir til heimamanna í Douro-dalnum, bæði bænda og stórra vínframleiðenda, var komið að nemendum í fimm alþjóðlegum teymum frá Íslandi, Ítalíu, Spáni, Grikklandi, Portúgal og Króatíu að búa til viðskiptaáætlanir upp úr náttúruauðlindum Douro-dalsins.

Fimm flottar viðskiptahugmyndir voru síðan kynntar voru á lokadegi frammi fyrir fimm manna dómnefnd og að sögn Þórðar voru nemendur FG skólanum til mikils sóma, áhugasamir og flottir.