Yfirvofandi loftslagsverkfall

Óhætt er að segja að loftslagsmálin séu mál málanna um þessar mundir í allri umræðu í samfélaginu og á heimsvísu. Margir hafa af þessu miklar áhyggjur, en sumir ekki. Unga fólkið tekur þessu mjög alvarlega og er það mjög skiljanlegt.

Á síðustu önn var blásið til svokallaðra föstudagsmótmæla á Austurvelli og víðar um landið og voru það ungir nemendur sem báru þau uppi. Nú eru frekari mótmæli að hefjast, nánar tiltekið næsta föstudag 20.september.

Á fésbókinni má finna dagskrá mótmælanna.