EFNA3LE05 - Lífefnafræði

Undanfari : EFNA2FE05
Í boði : Miðönn

Lýsing

Farið í undirstöðuatriði í lífefnafræði, helstu efnaferla frumunnar, t.d. sítrónusýruhringurinn og áhrif eiturefna á þessa ferla.

Þekkingarviðmið

  • uppbyggingu og mismunandi gerðum kolvetna, lípíða og próteina
  • kjarnsýrum, ensímum og hlutverki þeirra
  • ATP og hlutverki þess í líkamanum
  • helstu efnaferlum við niðurbrot orkuefna og nýtingu þeirra í líkamanum
  • eiturefnum og áhrifum þeirra á efnaferla líkamans

Leikniviðmið

  • teikna upp og skilja uppbyggingu próteina, sykra, lípíða og kjarnsýra
  • lesa úr myndum af efnaferlum og efnahringrásum
  • útskýra helstu efnaferli líkamans

Hæfniviðmið

  • sjá tengsl milli náttúrufræðigreina og geta yfirfært þekkingu milli þeirra
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
  • tengja efnafræðina við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar
Einingar: 5