LEIK3SK05 - Samsköpunaraðferðir
Undanfari : LEIK2SV05 LEIK2BS05
Í boði
: Haustönn
Lýsing
Samsköpunaraðferðir í leiklist eru skoðaðar ítarlega og hugmyndafræði aðferðanna eru kynntar. Nemendur kynnast hugtakinu „opnun“ og þurfa að gera mörg verkefni þar sem sérstök áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu. Áhersla er lögð á að nemendahópurinn komist að sameiginlegri niðurstöðu um þau viðfangsefni sem lögð eru til grundvallar hinu skapandi starfi. Einnig er lögð áhersla á sameiginlegt sköpunarferli og framlag hvers og eins í ferlinu.
Þekkingarviðmið
- helstu samsköpunaraðferðum í leikhúsi
- fjölbreyttum leiðum til frumsköpunar í leikhúsi
- hvernig samsköpunaraðferðir virka
- mikilvægi þess að vinna uppbyggilega og faglega með öðrum
- leiðum til þess að búa til sviðsverk sem speglar hugmyndir og sýn nemenda á samfélagið
Leikniviðmið
- vinna í hópi að sameiginlegu leiklistarverkefni
- tjá sig á skýran og gagnrýninn hátt um gefið viðfangsefni í leiklist
- skipuleggja samsköpunarverkefni frá grunni
- greina hvenær leikhús og atriði eru dýnamísk og full og hvernig þau spegla samfélag sitt á ólíkan hátt
Hæfniviðmið
- nota helstu samsköpunaraðferðir við mótun á sviðlistaverki
- tjá skoðanir sínar á sviðslistum á ábyrgan, gagnrýninn og skýran hátt
- greina hvað er hlaðið merkingu í leikhúsi og samfélaginu og hvað ekki
- skapa sjálfstætt, dýnamískt, áhrifaríkt og vel ígrundað sviðslistaverk
- meta eigið vinnuframlag
- sýna ríkan skilning á hvernig leikhúsformið getur verið dýnamískt og listrænt
- nýta sér leikhúsformið til að spegla samfélag sitt og setja það í nýtt samhengi