LEIK3SS05 - Skapandi skrif
Undanfari : LEIK2LS05 og LEIK2SL05
Í boði
: Haustönn
Lýsing
Áfanginn skal veita nemendum tækifæri til að þróa og þroska eigin rithæfileika með ýmsum æfingum og verkefnum. Nemendur skrifa marga texta í áfanganum og skoða mismunandi stílbrögð og gerðir texta. Ein af áherslum áfangans er að gefa nemendum tæki og tól til að vinna á skapandi og hugmyndaríkan hátt þar sem rödd hvers og eins fær að njóta sín. Markmið áfangans er einnig að opna heim ritlistarinnar fyrir nemendum og sýna þeim fram á þau tækifæri sem þar liggja. Sérsök áhersla er á að kenna nemendum að sækja sér kveikjur í nærsamfélag sitt svo þeir geti speglað það í riti.
Þekkingarviðmið
- nokkrum mismunandi stílum í ritlist
- hversu ólíkan hátt er hægt að miðla með texta
- að hugmyndakveikjur eru til staðar í okkar daglega lífi
- hvernig eigin ritskoðun getur verið heftandi
- þeim tjáningarmöguleikum sem ritlistin býr yfir
Leikniviðmið
- nota eigin rödd í skrifum
- ritskoða sig ekki
- byggja um blæbrigðaríkan texta
- skrifa stuttan leikþátt, ljóð, smásögu, sem og aðra texta
- finna eigin innblástur til að skrifa texta
- beita sjálfsaga í vinnubrögðum
Hæfniviðmið
- spegla samfélag sitt í skrifum út frá tjáningarþörf og rödd sinni sem metið er með skriflegum verkefnum, umræðum, dagbók og lokaverkefni
- greina leikverk, ljóð, smásögur og aðra texta út frá mismunandi stílum sem metið er með umræðum, skriflegum verkefnum og dagbók
- finna hugmyndakveikjur í daglega lífinu fyrir skrifum og listsköpun sem metið er með smærri verkefnum og lokaverkefni
- ritskoða ekki eigin hugmyndir heldur treysta þeim hugmyndum sem upp koma sem metið er með skriflegum verkefnum, umræðum og lokaverkefni
- skrifa ljóð, leiksenur, smásögur og aðra texta sem metið er með skriflegum verkefnum og lokaverkefni
- tjá sig í ræðu og riti á uppbyggilegan hátt um skrif samnemenda sinna sem metið er með umræðum og skriflegum verkefnum