SAGA3ME05 - Menningarsaga

Undanfari : SAGA2MS05
Í boði : Haustönn

Lýsing

Í áfanganum eru tveir menningaheimar eru bornir saman. Saga og samskipti menningarsvæðanna er skoðuð. Spurningunni hvernig sagan hefur áhrif á heimsmynd fólks á ólíkum svæðum er skoðuð, svo og hvernig sagan hefur áhrif á ákvarðannatöku og atburði. Hvaða menningarsvæði eru borin saman er breytilegt. Áhersla er á svæði utan Evrópu, helst þá á svæði sem mikið eru í umræðu á viðkomandi tíma.

Þekkingarviðmið

  • sögu svæðanna
  • landafræði svæðanna
  • þeim atburðum sem eiga sér stað á svæðunum
  • högum fólks sem búa á svæðunum

Leikniviðmið

  • bera saman menningarsvæði
  • vinna með frumheimildir
  • nota vísindaleg vinnubrögð
  • geta skilið aðalatriði frá aukaatriðum
  • skrifa texta þar sem unnið er eftir reglum um heimildavinnu, APA kerfið
  • geta tjáð sig á skýran og skilmerkilegan hátt

Hæfniviðmið

  • skilja atburði á framandi slóðum
  • geta sett sig í spor fólks á framandi slóðum
  • meta upplýsingar á gagnrýninn hátt
  • átta sig á orsökum og afleiðingum
Einingar: 5