STÆR1HS05 - Hagnýt stærðfræði

Undanfari : Fyrir þá sem fengu C á grunnskólaprófi eða hafa lokið STÆR1UA05.
Í boði : Miðönn, Vorönn

Lýsing

Áfanginn er fyrir alla nemendur utan þeirra sem eru á náttúrufræðibraut og viðskiptabraut. Í áfanganum er lagður grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði. Farið verður í grunnþætti stærðfræðinnar, almennan talnareikning, hlutfalla- og prósentureikning, jöfnur og algebru, flatarmál, rúmmál, einslögun og hlutfallskvarða og tölfræði. Stöðug þjálfun í táknmáli stærðfræðinnar og áhersla lögð á framsetningu og rökstuðning.

Þekkingarviðmið

  • undirstöðuatriðum reiknings með heilum tölum og brotum
  • undirstöðuatriðum algebru
  • hlutfallshugtakinu
  • undirstöðuatriðum rúmfræði s.s flatarmál, rúmmáli, mælikvörðum og hlutföllum
  • föllum og gröfum þeirra
  • undirstöðuatriðum tölfræðinnar

Leikniviðmið

  • gera munnlega eða skriflega grein fyrir niðurstöðum sínum og aðferðum
  • nota reiknivél sem hjálpartæki við lausn stærðfræðilegra viðfangsefna
  • kunni að skipta stærðum eftir hlutföllum og geti leyst öll algeng dæmi um prósentureikning
  • vinna með lýsandi tölfræði s.s. miðsækni og tíðni

Hæfniviðmið

  • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra á viðeigandi hátt
  • beita skipulegum aðferðum við leit að lausnum á þrautum og geta útskýrt aðferðir sínar
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geta unnið með þau
  • geta greint og hagnýtt upplýsingar á sviði stærðfræði sem birtast m.a. í fjölmiðlum
  • beita gagnrýnni og skapandi hugsun við lausn verkefna og þrauta
Einingar: 5