Lýsing
Í fyrri hluta áfangans læra nemendur að
- nota vínylskera, laserskera og/eða þrívíddarprentara
- gera skissubók með koptískri aðferð
- þrykkja trérisu
- prenta vínyl á tau
- Vinna með forrit/öpp eins og t.d. Inkscape, Photoshop, Snapseed, Smartjob, Camart eða Clip2Comic og Roland
Í seinni hlutanum vinna nemendur ýmis konar verkefni til undirbúnings fyrir lokaverkefni sem þeir gera í áfanganum MYNL3lo05.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- hvernig búa á til grafíkmynd með háþrykki
- möguleikum sem vínylskeri og laserskeri bjóða upp á til að búa til myndlist
- mikilvægi vandaðrar undirbúnings-, hugmynda- og skissuvinnu
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- þrykkja tréristu
- vinna með laserskera og vínylskera
- vinna hugmyndavinnu fyrir myndlistarverk
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- búa til persónulega og áhugaverða myndlist