- Námið
- Þjónusta
- Skólinn
- Fjarnám
- Spurt & Svarað
Brautskráning númer 39 hjá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ fór fram laugardaginn 27.maí að viðstöddu fjölmenni.
Af þeim 116 sem útskrifuðust voru 28 af náttúrufræðibraut, 21 af viðskiptabraut, 20 af félagsvísindabraut, 16 af listnámsbrautum, 13 af íþróttabraut, 11 af hönnunar og markaðsbraut, fjórir af alþjóðabrautum og þrír með lokapróf frá FG.
Dúx varð Agnes Ómarsdóttir, með 9,8 í meðaleinkunn og semi-dúx varð Bjarni Hauksson, með 9,5 í meðaleinkunn.
Samfélagsverðlaun skólans fékk Guðmundur Grétarsson Magnússon, en þau verðlaun fær nemandi sem sett hefur sérstakan og skemmtilegan svip á skólann. Hann flutti einnig frumsamið lag í einu tónlistaratriða athafnarinnar, en athöfnin hófst með því að Sesselja Ósk Stefánsdóttir flutti lagið Turn Me On, eftir Noruh Jones. Sesselja sigraði fyrir skömmu Söngkeppni framhaldsskólanna. Ávarp nýstúdents flutti Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir.
Á þriðja tug nemenda fékk verðlaun fyrir góða skólasókn og fleiri nemendur hlutu verðlaun í allskyns námsgreinum.
Í athöfninni fengu þrír starfsmenn gullmerki FG, fyrir áratuga störf við skólann, en þetta voru þau Guðmundur Ásgeir Eiríksson, netstjóri, Ingibjörg Ólafsdóttir myndlistarkennari og Snjólaug Bjarnadóttir, aðstoðarskólameistari. Fá þau þakkir fyrir vel unnin störf við skólann.
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - fimmtudaga
kl. 08:00 - 15:30, föstudaga frá kl. 08:00 - 15:00
Skólabraut 6 | 210 Garðabæ
Ritstjóri: Tinna Ösp Arnardóttir
Vefstjóri: Guðmundur Á. Eiríksson