Allt er vænt sem vel er grænt - FG grænn skóli

Snjólaug E. Bjarnadóttir aðstoðarskólameistari 
og Íris Hvanndal Skaftadóttir kennari 
fagna grænu…
Snjólaug E. Bjarnadóttir aðstoðarskólameistari
og Íris Hvanndal Skaftadóttir kennari
fagna grænum skrefum.

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ hefur uppfyllt öll fimm skref ,,Grænna skrefa“ sem er verkefni ríkisstofnana sem vinna markvisst að umhverfismálum í rekstri sínum.

Umhverfisstofnun sér um úttekt og utanumhald verkefnisins og er endurmat framkvæmt á tveggja ára fresti.

Verkefnið er einnig hugsað sem leið til þess að virkja starfsmenn og nemendur og miðla fræðslu um umhverfis- og sjálfbærnimál.