Anna Lilja Atladóttir dúxaði

Fyrsta brautskráningin í nýju 3ja anna kerfi Fjölbautaskólans í Garðabæ fór fram föstudaginn 15.nóvember í Urðarbrunni.

Dúx á haustönn 2019 varð Anna Lilja Atladóttir, nemandi á Alþjóðabraut, með 9.3 í meðaleinkunn og einnig fékk hún fjölda annarra verðlaun fyrir góðan námsárangur.

Af  þeim 45 sem útskrifuðust voru 13 af listnámsbrautum, 12 af  alþjóðabrautum, 8 af  félagsvísindabraut, 5 af íþróttabraut, 3 af náttúrufræðibraut, þrír af viðskiptabraut og einn af hönnunar og markaðsbraut. Einn nemandi lauk námi af náttúrufræði og listnámsbraut.

Sérstök samfélagsverðlaun FG hlaut Davíð Elí Heimisson, en hann þótti skara fram úr í samskiptum og viðmóti gagnvart nemendum, kennurum og starfsmönnum skólans.

Fleir myndir hér