Árlegt haustgrill tókst vel

Kjartan Matthías (grillnefndin) ásamt nokkrum aðstoðargrillurum. Ekki mikið eftir af pylsum eins og …
Kjartan Matthías (grillnefndin) ásamt nokkrum aðstoðargrillurum. Ekki mikið eftir af pylsum eins og myndin ber með sér og enn minna af brauði!

Hið árlega haustgrill NFFG fór fram þann 13.september (sem var föstudagur!!) og gekk það stórslysalaust fyrir sig. Að sögn Kjartans Matthíasar (sem er eiginlega grillnefndin) runnu nokkur hundruð pylsur og tilheyrandi meðlæti með, niður í nemendur FG. Næsti atburður í félagslífinu er svo haustballið/busaballið, sem fram fer næstkomandi miðvikudag 18.september og þá taka nemendur væntanlega fram dansskóna.