BALL! BALL! BALL!

Busaball verður 30.september á SPOT
Busaball verður 30.september á SPOT

Jæja, þá er komið ,,aððí"! Fyrsta alvöru ballið í ,,laaangan" tíma á vegum NFFG verður haldið fimmtudaginn 30.september á SPOT í Kópavogi. Þar verður stórskotalið íslenskra skemmtikrafta: Aron Can, FM95Blö, Sverrir Bergmann og fleiri. 

Það er ánægjulegt að hægt sé að halda ball, enda félagslíf flestra framhaldsskólanemenda verið með minnsta móti í kóvidinu. Í tilkynningu frá Snjólaugu Bjarnadóttur, aðstoðarskólameistara, kemur fram að allir sem ætli sér á ballið verði að fara í hraðpróf, enda þetta kóvid-drasl ekki alveg búið: ,,Allir nemendur sem kaupa sér miða á ballið þurfa að fara í covid hraðpróf. Það þarf að skrá sig í hraðpróf á https://www.testcovid.is/is og það er gjaldfrjálst. Hægt er að fara í hraðpróf á BSÍ á milli 05:30-16:45 og í Kringlunni á milli 8:15-16:15. Þegar komið er á ballið þarf að sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi."

Covid hraðprófin mega ekki vera eldri en 48 klst. gömul sem þýðir að nemendur ættu að fara í próf á morgun eða fimmtudag. Þá eru hraðpróf framkvæmd á Suðurlandsbraut einnig gild.

Og svo er bara skemmta sér, en gera það fallega :)