Á allra vörum: Blær Hinriksson úr FG í aðalhlutverki

Blær Hinriksson
Blær Hinriksson

Fyrir skömmu var átaki í vímuefnavörnum; Á ALLRA VÖRUM - VAKNAÐU hleypt af stað með kynningarherferð. Í myndbandinu og auglýsingum sem keyrðar hafa verið, er einmitt nemandi úr FG í aðalhlutverki, en það er Blær Hinriksson. Allt of margir ungir einstaklingar láta lífið á hverju ári af völdum vímuefnaneyslu, en árið 2018 létust alls 39 einstaklingar af völdum fíkniefna á Íslandi (Heimild: http://www.aallravorum.is/Frettir/)

Hægt er að leggja málefninu lið með því að hringja í 900 númer söfnunarinnar:

907-1502 fyrir kr. 2000
907-1504 fyrir kr. 4000
907-1506 fyrir kr. 6000
907-1508 fyrir kr. 8000
907-1510 fyrir kr. 10.000

Eða millifæra frjáls framlög inná reikning  537 26 55555, kennitala: 510608-1350