Brautskráning í blíðunni - Dagmar Íris Dúx

Alls kvöddu 117 nemendur FG þann 28.maí í blíðunni.
Alls kvöddu 117 nemendur FG þann 28.maí í blíðunni.

Fríður hópur nemenda FG var brautskráður í blíðskaparveðri laugardaginn 28.maí, að viðstöddu fjölmenni.

Alls voru 117 nemendur brautskráðir, þarf af voru 111 sem brautskráðust með stúdentspróf, flestir af viðskiptabraut, eða 24 talsins.

Dúx að þessu sinni varð Dagmar Íris Hafsteinsdóttir, með rúmlega 9 í meðaleinkunn (efst til hægri á mynd).

Sérstök samfélagsverðlaun fengu Oddur Helgi Ólafsson og Andrea Líf Rúnarsdóttir, fyrir að vera skólanum til sóma á allan hátt og stuðla að góðum anda innan hans með hegðun, framkomu og viðmóti.

Oddur stjórnaði einnig samsöng á sænska laginu ,,Vem kan segla för utan vind“ og spilaði þar á harmónikku, ásamt Ylfu Ösp leiklistarkennara.

Þá vakti tónlistaratriði í upphafi athygli, en þá sungu þær Mirra Björt Hjartardóttir og Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir lagið ,,When I Kissed the Teacher“ eftir þá Björn Ulvaeus og Benny Andresson, úr hinni goðsagnakenndu sveit (einnig frá Svíþjóð), ABBA.

Fjöldi annarra nemenda fékk verðlaun fyrir námsárangur og annað. Það var svo Sigrún Jóhannsdóttir sem flutti skemmtilega ræðu nýstúdents.

Fleiri myndir má sjá á Fésbókasíðu skólans.