Dagný og Unnur dúxuðu á haustönn 2018

Dagný Rósa Vignisdóttir (t.v.) og Unnur Hlíf Rúnarsdóttir
Dagný Rósa Vignisdóttir (t.v.) og Unnur Hlíf Rúnarsdóttir

Þær Dagný Rósa Vignisdóttir (t.v.) og Unnur Hlíf Rúnarsdóttir báru af og dúxuðu við brautskráningu í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, sem haldin var við hátíðlega athöfn þann 20.desember síðastliðinn. Báðar eru stúdentar af listnámsbraut og báðar voru með 9,2 í meðaleinkunn. Auk þess að dúxa hlutu þær einnig verðlaun fyrir góðan námsárangur í einstökum greinum. Glæsilega gert og til hamingju!