Dósasöfnun fyrir einstök börn

Þessi flotti hópur Ingvars safnaði dósum fyrir einstök börn.
Þessi flotti hópur Ingvars safnaði dósum fyrir einstök börn.

Nem­end­ur í áfanganum Viðburðastjórn­un stóðu fyrir dósa­söfn­un á dög­un­um fyr­ir Ein­stök börn, stuðningsfélag fyrir börn með sjaldgæfa sjúkdóma og heilkenni. Í fyrra og söfnuðust 165 þúsund krón­ur, en í ár söfnuðu nemendur yfir helmingi meira, eða rúmlega 360 þúsund krónum. Söfn­un­in var hluti af loka­verk­efni nem­end­anna sem er til­einkað Félagi Einstakra barna.

Nem­end­ur buðust til þess að sækja dós­ir heim til fólks og tóku einnig á móti dós­um frá nem­end­um og starfsfólki við skól­ann. „Söfnunin gekk vonum framar og nemendur áfangans stóðu sig vel. Vonandi fáum við jafn góðar viðtökur á næsta ári.” sagði Ingvar ­Arnarson, sem kenn­ir áfang­ann.

Hóp­ur­inn safnaði dósunum saman í skólann og hjálpaðist síðan að við að flytja þær í endurvinnslu. Gríðarlega góð samvinna var innan hópsins og nemendur eru ánægðir með útkomu verkefnisins.

Viðburðurinn hefur verið haldinn síðastliðin tvö ár og vonast er til að hann haldi áfram á næstu árum, en áfanginn er kenndur á hverju vori.

Við viljum benda þeim sem hafa áhuga að skoða félagið og fara á heimasíðu www.einstokborn.is og hvetjum alla að gerast styrktaraðili Einstakra barna.