FG fékk viðurkenningu vegna umhverfismála

Imbrudagar 2020 hófust miðvikudaginn 29.janúar með því að FG fékk viðurkenningu frá Umhverfisstofnun fyrir gott starf í umhverfismálum. Þar á eftir fylgdi fyrirlestur sem Andri Snær Magnason, rithöfundur hélt. Ræddi hann að sjálfsögðu um umhverfismálin, fyrir fullum sal nemenda.