Nám í "Mekka" fatahönnunar

Á Ítalíu f.v. Deimanté Puckoriuté, Berglind Björk Ingþórsdóttir, Aðalheiður Dís Stefánsdóttir,Rakel …
Á Ítalíu f.v. Deimanté Puckoriuté, Berglind Björk Ingþórsdóttir, Aðalheiður Dís Stefánsdóttir,Rakel Linda Gunnarsdóttir og
Íris Bjarnadóttir. Myndin til hægri er svo frá hinu afar fallega Como-vatni, þar sem fegurðin er nánast botnlaus.

Þrír nemendur frá FG eru í skiptinámi á Ítalíu á vegum Erasmus+ og verða þar í námi á Fatahönnunarbraut í skólanum Il Da Vinci Ripamonti við hið fræga vatn, Lake Como, sem er sennilega með fallegri stöðum á jörðinni.

Þær munu búa hjá ítölskum fjölskyldum í þrjár vikur, kynnast ítalskri menningu og upplifa allt sem svona ævintýri fylgir.

Þetta er frábært tækifæri fyrir nemendurna til að kynnast fatahönnun í "Mekka" hátískunnar en einnig að kynnast ítalskri skólamenningu og nemendum þar.