Stappað á skólakynningu í FG

Nemendur FG leiddu 10.bekkinga um skólann af miklum dugnaði, en fjölmargir komu á skólakynningu í FG…
Nemendur FG leiddu 10.bekkinga um skólann af miklum dugnaði, en fjölmargir komu á skólakynningu í FG þann 9.apríl.

Fjölbautaskólinn í Garðabæ þakkar þeim fjölmörgu 10. bekkingum sem komu á opna húsið okkar þann 9.apríl.

Það er okkar von að þið hafið haft gaman að heimsókninni og upplifað þann góða anda sem er í skólanum og kynnst því fjölbreytta námi og öfluga félagslífi sem er i boði í FG.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest næsta haust.