Kosið í embætti í FG

Kosningar eru í FG þessa vikuna
Kosningar eru í FG þessa vikuna

Það er mikið kosningalíf og fjör í FG þessa vikuna, en í lok hennar á að kjósa í helstu trúnaðarstörf innan NFFG, allskonar nefndir og hvaðeina.

Öflugt félagslíf byggir á góðri og virkri þátttöku og hefur félagslífið í FG blómstrað undanfarin ár, óhætt að segja það.

Glöggir hafa séð að skólinn er þakinn litríkum kosningaáróðri og vart verður þverfótað fyrir kræsingum á borðum frambjóðenda.

Allt verður svo gert upp á kosningasamkomu á föstudaginn, þar sem úrslit verða kunngerð.

Skólalýðræðið í FG lifir greinilega góðu lífi, ,,mikið stuð, mikið gaman" eins og einhver sagði.