FG vann "Leiktu betur 2025"

Lið FG vann
Lið FG vann "Leiktu betur 2025" - spunakeppni í leiklist, sem haldin var í Tjarnarbíói.

Það brast út mikill fögnuður þegar tilkynnt var hverjir hefðu unnið ,,Leiktu betur 2025“ - leiklistarkeppni sem fram fór í Tjarnarbíói þann 3.nóvember síðastliðinn.

Fögnuðurinn var okkar, FG, en lið FG í keppninni vann að þessu sinni. Í liði FG voru þau Dagný Lilja Baldvinsdóttir, Smári Hannesson, Gísli Marínó og Nikolai Nói.

Þetta var annað árið í röð sem FG vinnur keppnina og ekki dró það úr gleðinni að Smári Hannesson var valinn leikari kvöldsins (með lítið hár, lengst til hægri á mynd, en hárleysi hans á sér ákveðna ástæðu sem tengist leiklist). 

Það eru Reykjavíkurborg og Hitt húsið sem halda Leiktu betur og þar gefst ungu fólki á aldrinum 16-25 ára tækifæri til þess að reyna við leiklistina. Um er að ræða keppni í svokölluðum ,,spuna“ (e. improvisation). Þá verður það sem leikið er til á staðnum.

Rætt var við verkefnastjóra keppninnar í sjónvarpsfréttum á sjálft úrslitakvöldið, en það var Iða Ósk Gunnarsdóttir, nemi í FG, sem var í því hlutverki.

Óskum liði FG hjartanlega til hamingju.