Erasmus-hópur hitti forsetann

Hópur Erasmus-nema með forseta lýðveldisins þann 26.apríl síðasliðinn á Bessastöðum
Hópur Erasmus-nema með forseta lýðveldisins þann 26.apríl síðasliðinn á Bessastöðum

Nemendur frá Spáni og Noregi hafa undanfarna daga verið staddir hér á landi í Erasmus-verkefni, sem fjallar meðal annars um sögu og menningu þessara landa. Gista þeir hjá fjölskyldum nemenda í FG.

Hópurinn var svo heppinn að geta hitt forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannesson, þriðjudaginn 25.apríl síðastliðinn.

Mjög góð stemmning var á Bessastöðum í blíðskaparveðri og spjölluðu gestirnir og Guðni um heima og geima. Meðal annars reifaði Guðni sögu staðarins og störf sín sem forseti.

Dagskrá gestanna hélt svo áfram og miðvikudaginn 26.apríl fóru þeir í skoðunarferð um Suðurland og bæði Seljalandsfoss og Geysir voru skoðaðir. Þá var og farið í útreiðartúr með Eldhestum í Hveragerði.