Erasmus-verkefni á Tenerife

Átta nemendur af íþróttabraut FG voru á sólareyjunni Tenerife fyrir skömmu ásamt Petrúnu Björgu Jónsdóttur íþróttakennara og Jóhönnu Ingvarsdóttur verkefnisstjóra alþjóðatengsla. Fyrstu sjö dagana var hópurinn í Erasmus-dagskrá í Puerto de la Cruz á norður-eyjunni í heilsutengdu verkefninu „Mapping Youth‘s Health“. Eftir að Erasmus-dagskránni lauk, héldum við áleiðis frá norður-eyjunni til Amerísku strandarinnar í suðrinu og nutum þriggja frjálsra daga á eigin vegum.

 

 

Naut hópurinn veðurblíðunnar og myndaði hann ný tengsl við vini frá fjarlægum löndum.