Fékk verðlaun fyrir neyðarhnapp

Gabriella Ósk Egilsdóttir nemandi á hönnunar og markaðsbraut vann til verðlauna á samsýningunni Nýsköpun, hönnun og hugmyndir sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir skömmu. Hún fékk verðlaun í flokknum Nýsköpun fyrir hugmynd sína, neyðarhnappinn, sem er hugsaður fyrir aldraða og fleiri sem þurfa á slíkum hnappi að halda. Gabriella fær aðstöðu hjá Nýsköpunarmiðstöðinni til að þróa hugmynd sína áfram. Vel gert!