Félagslífið fer í gang: Open Mic og Morfís

Félagslíf NFFG rúllar nú í gang, en það er bæði eðlilegur og nauðsynlegur hluti af skólastarfinu. Tveir atburðir eru á næstunni; þann 28.ágúst verða prufur fyrir Morfís, sem er mælsku og ræðukeppni framhaldsskólanna og tveimur dögum síðar verður leikfélag skólans, Verðandi, með það sem kallað er Open Mic, þar sem fólki gefst í raun tækifæri á því að koma sér á framfæri. Tökum þátt og verum með - NFFG þarfnast þín!