FG á að vera fínn

Göngum vel um!
Göngum vel um!

Umgengni í skólanum þessa dagana er í raun fyrir neðan allar hellur, alls ekki góð. Það þarf eiginlega ekki að skrifa meira um þetta og myndirnar segja í raun allt sem segja þarf.

Skóli er vinnustaður og hann á einfaldlega ekki að líta út eins og hálfgerður ruslahaugur. FG er er okkar vinnustaður.

Vinsamlega gangið snyrtilega um, það kostar ekkert og að ganga frá eftir sig tekur lítinn tíma.

Auðvitað viljum við hafa FG fínan og það er ekkert smart að ganga illa um.

Þetta gildir líka um t.d. það hvernig gengið er frá rafhjólum við skólann. Það þarf að gera það þannig að þau t.d. trufli ekki aðra umferð. 

Gerum betur!