FG áfram í Gettu betur

Lið FG í Gettu betur 2020: Kjartan, Sara og Óttar
Lið FG í Gettu betur 2020: Kjartan, Sara og Óttar

Lið FG hóf keppni í spurningarkeppni framhaldskólanna, Gettu betur, mánudaginn 8.janúar þegar liðið mætti Menntaskólanum í Borgarfirði. Lauk þeirri viðureign með sigri okkar fólks, FG vann með 22 stigum gegn 16 stigum Borgfirðinga.

Þar með er ljóst að FG er komið í aðra umferð keppninnar, en þá mætast lið FG og Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Besti árangur FG í Gettu betur var árið 2018 þegar lið FG vann keppnina.

Lið FG skipa (f.v.): Kjartan Leifur Sigurðsson, Sara Rut Sigurðardóttir og Óttar Egill Arnarsson. Þjálfarar liðsins eru meðal annars liðsmenn sigurliðsins frá 2018. Það er víst æft stíft um þessar mundir. Gott gengi!