FG áfram í Gettu betur

Þau Þráinn, Kjartan og Dagmar mynda lið FG í Gettu betur
Þau Þráinn, Kjartan og Dagmar mynda lið FG í Gettu betur

FG komst áfram í Gettu betur með því að sigra Verkmenntaskólann á Akureyri í viðureign sem fór fram á Rás 2 þriðjudaginn 11.janúar síðastliðinn.

Lið FG vann með 22 stigum gegn 13 stigum frá norðanmönnum. Þar með er lið FG komið í 16 liða úrslit, sem einnig fara fram í útvarpi, en að þeim loknum færast átta liða úrslitin yfir í sjónvarpið.