FG einu grænu skrefi nær lokatakmarki

FG er komið með fjögur græn skref af fimm.
FG er komið með fjögur græn skref af fimm.

FG fagnaði fyrir skömmu sínu fjórða græna skrefi (af fimm) og á myndinni eru þau Íris Hvanndal Skaftadtóttir, raungreinakennari, Snjólaug Bjarnadóttir, aðstoðarskólameistari og Kristinn Þorsteinsson, skólameistari, með viðurkenningarskjalið. Íris og Snjólaug hafa verið tengliðir við Umhverfisstofnun vegna verkefnisins.

,,Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Með þátttöku í Grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar. Verkefnið er fjármagnað af Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og er þátttaka því stofnunum að kostnaðarlausu," segir á vef verkefnisins, en fjöldi ríkisstofnana tekur þátt í því.

Loftslags og umhverfismálin eru einn mikilvægasti málaflokkur samtímans og framtíðarinnar, því aðeins eru um eina jarðkúlu að ræða, þar sem um 7,5 milljarðar manna búa.