FG-Flensborg-dagurinn á föstudag

Íþróttadagurinn "FG-Flensborg" verður haldinn á föstudaginn 11.október og hefst um hádegisbilið. Þá hittast nemendur úr FG og Flensborg (Hafnarfirði) og takast á í íþróttum. Yfirleitt er hart tekist á, en heiðarlega og næstum alltaf rífandi stuð. Nemendur í FG (mest karlkyns) hituðu upp fyrir daginn í hádeginu miðvikudaginn 9.október með því að hnykla vöðvana í bekkpressu, í anddyri skólans. Og það var nokkuð hressilega tekið á því...áfram FG!