FG berst gegn fordómum

Bjarni Snæbjörnsson kenndi leiklist við FG á sínum tíma
Bjarni Snæbjörnsson kenndi leiklist við FG á sínum tíma

FG stendur fyrir dagskrá gegn fordómum nú í lok apríl, en fordóma er að finna víða í samfélaginu og hafa þeir verið til mikillar umræðu upp á síðkastið.

Leikarinn og fyrrum kennari í FG, Bjarni Snæbjörnsson, hóf leikinn með sýningu sinni ,,Góðan daginn faggi" sem hann sýndi nemendum FG þriðjudaginn 26.apríl í Urðarbrunni.

Byggir verkið lífreynslu hans sjálfs og hefur fengið mjög góða dóma. Dagskráin heldur áfram næstu daga og það er fleira í pípunum, t.d. tónleikar í næstu viku þar sem m.a. GDRN og JóiP og Króli koma fram. 
Þangað til er svo bara gott að hlusta á Pollapönk.